MORGUNVERÐURINN OKKAR

Við leggjum áherslu á að bjóða gestum okkar uppá vandaðan morgunverð þar sem matvara frá heimamönnum er í hávegum höfð.

Í sveitunum í kringum Kópasker og í þorpinu sjálfu er fjölbreytt framleiðsla á matvöru af ýmsum toga. 
Fyrirtækið Fjallalamb, www.fjallalamb.is, vinnur vörur úr gæðahráefni af sauðkindinni og er fyrirtækið í eigu heimamanna. Lambakjöt og unnar afurðir frá Fjallalambi er hágæðavara sem seldar eru í verslunum um land allt. 
Silungur, egg, kindakæfa, rabbarbari, gulrætur, rófur, bláber, krækiber, fjallagrös og ferskt salat eru dæmi um nokkrar fæðutegundir sem í framtíðinni verður boðið uppá úr heimabyggð en nú þegar má finna mikið að vörum úr héraði í verslun staðarins Skerjakollu.