Fuglalíf á svæðinu er fjölskrúðugt og því sannkölluð paradís fyrir alla náttúruunnendur og áhugafólk um fuglaskoðun. Hægt er að fá leiðsögn heimamanna og fuglaskoðunarhús er í þorpinu og önnur í nálægum byggðum. Búið er að kortleggja nákvæmlega fyrir ferðalanga hvar best er að bera niður í fuglaskoðun á svæðinu á heimasíðunni www.birdingtrail.is.