HERBERGIN
Í boði er gisting í fjórum herbergjum á efstu hæð hússins og í súdíóíbúð á neðstu hæð.
Herbergin á efstu hæð hússins eru fjögur og eru misstór. Sjá nánar á bókunarsíðu. Á annarri hæð Mela, þar sem gengið er inn í gistiheimilið, er rúmgott sameiginlegt rými með fullbúnu eldhúsi, stofu og baðherbergi. Stúdíóíbúðin er með fullbúið eldhús og baðherbergi. Alls tekur húsið við 9-11 í gistingu (9 fullorðnir, 2 börn uppi á palli) og er tilvalið fyrir stærri sem og minni hópa.
Möguleiki er á dýnum og barnarúmi.
Sjá nánar myndir og upplýsingar á bókunarsíðunni um hvenær herbergin og íbúðin eru laus.
Vissulega er tilvalið að leiga allt húsið í heilu lagi.
Mosinn í fjörunni.
Aldan brotnar
við ströndina,
ljúf og blíð.
Andvari leikur um háls minn.
Fuglarnir sveima
frjálsir að vild,
krían steypir sér
eftir æti,
músarindill tístir
er hann flýgur hjá,
kollurnar kvaka
og mosinn myndar
hjarta.
Sumar 2018
HÓla