HERBERGIN

Eitt herbergi(stúdíó íbúð), Hreiðrið, sem jafnframt er stærsta herbergið, verður til útleigu sumarið 2020.Herbergin á Melum eru fimm. Fjögur þeirra bera nafn fugls sem er algengur á svæðinu og þessir eru í algeru uppáhaldi.

Þannig heita herbergin :  Rjúpa, Jaðrakan, Lómur og Kría.

Myndir eftir Rakel Hinriksdóttur af þessum fuglum prýða veggina og litaþema hvers herbergis endurspeglar litina í myndum hennar. Ullarteppi sem eru íslensk hönnun eru í öllum herbergjunum.

Öll herbergin eru með tvíbreiðum rúmum sem hægt er að taka í sundur og hafa aðskilin. Tvö herbergjanna eru með svefnlofti fyrir fjölskyldur en hin tvö fyrir tvo gesti.

Stærsta herbergið, Hreiðrið, er á neðstu hæðinni og er það stúdíó íbúð með tvíbreiðu rúmi, fullbúnu eldhúsi, sérinngangi og baði. Þetta herbergi er til útleigu frá 1.júní 2020.  Sjá nánar myndir og hvenær herbergið/íbúðin er laus á bókunarsíðunni.

Mosinn í fjörunni.
Aldan brotnar
við ströndina,
ljúf og blíð.
Andvari leikur um háls minn.
Fuglarnir sveima
frjálsir að vild,
krían steypir sér
eftir æti,
músarindill tístir
er hann flýgur hjá,
kollurnar kvaka
og mosinn myndar
hjarta.

Sumar 2018
HÓla