BAKKABÖÐIN

Á lóðinni við hlið Mela var íbúðarhúsið Bakki, byggt 1912, fyrsta íbúðarhúsið sem byggt var á Kópaskeri.  Það brann í stórbruna sem varð á nýársnótt 1988. Á lóðinni stendur nú minnisvarði um húsið og fyrstu ábúendur þess.  Á þessari lóð, á sjávarbakkanum, er nú búið að koma fyrir heitum pottum sem gestir og gangandi geta notið til að baða sig í sjóðandi heitu vatni. Þessi böð bera nafn þessa fyrsta íbúðarhúss sem byggt var í þorpinu, Bakkaböðin. Af heitu vatni er nóg á Kópaskeri en vatnið kemur úr borholum niðri á söndunum í Öxarfirði.  Úr pottunum er útsýni yfir sandfjöru og höfnina. Hægt er að ganga frá pottunum og um stíg niður í fjöruna og fá sér sundsprett í sjónum eða busla í sjávarborðinu. Boðið er uppá að fá veitingar í pottana, bæði mat og drykk.

Melar og Bakkaböðin eru hugsuð fyrir gesti sem unna óspilltri náttúru og kjósa að njóta og upplifa fjarri ys og þys þéttbýlisins.

Í sumar eru Bakkaböðin eingöngu opin fyrir þá gesti sem gista á Melum.